- Advertisement -

Vextir á Íslandi eru skammarlega háir

Peningamálastefna Seðlabankans ákveður því fyrst og fremst auðvaldsbyrði á almenning, hversu mikið honum ber að borga til hinna ríku.

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Auðvitað er ágætt að Seðlabankinn lækki vexti um 0,25%. En skynsamlegra hefði verið að lækka vextina um 2,5%. Vextir á Íslandi eru skammarlega háir, færa allt of mikið fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og eignast sífellt meira. Það er löngu ljóst að Seðlabankinn getur ekki stjórnað verðbólgu með vaxtaákvörðunum, verðbólga ræðst af allskyns hlutum öðrum og ekki síst útlánum viðskiptabankanna, sem Seðlabankinn gæti heft en gerir ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…fyrst og fremst til að ýta undir óréttlæti kapítalismans…“

Ofurvexti á Íslandi eru því ekki lagðir á fólk og fyrirtæki til að hefta ofris efnahagslífsins og verðbólgu heldur fyrst og fremst til að ýta undir óréttlæti kapítalismans, sem gerir lífið erfitt fyrir þau sem lítið sem ekkert eiga en auðvelt fyrir þau sem mikið eiga.

Peningamálastefna Seðlabankans ákveður því fyrst og fremst auðvaldsbyrði á almenning, hversu mikið honum ber að borga til hinna ríku. Og svo telja hin ríku sig hafa gengið svo um hnútana að stjórnendum í eftirlaunasjóðum almennings beri að hegða sér eins og verstu kapítalistar, stefna að því að sjúga sem mest upp úr samfélaginu án tillits til þess hvort fólk, samfélagið eða náttúran lifi það af.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: