- Advertisement -

Við löppum upp á mistökin

Ólafur Ísleifsson.

Ólafur Ísleifsson Miðflokki, sagði á Alþingi, að hlutfallslega séu sexfalt fleiri flóttamenn sem sækja um hér en í Noregi og Danmörku, sexfalt, þrefalt fleiri en í Finnlandi og meira að segja fleiri en í Svíþjóð þegar hann talaði um frumvarp til breytinga á lögum um málefni innflytejnda.

„Við hljótum að velta þessum tölum fyrir okkur. Við hljótum að þurfa að horfast í augu við þessar tölur og við hljótum að þurfa að svara því hvað þær segja okkur. Það sem auðvitað blasir við í því sambandi er að þetta móttökukerfi er sprungið og það sést líka þegar litið er til þess hversu ógnarmikilla fjármuna þetta kerfi krefst,“ sagði Ólafur.

„Ekki er annað að sjá, þegar maður lítur á þá stefnumörkun sem orðið hefur í nágrannalöndunum, en að við séum að verða viðskila við þau. Það er ekki annað að sjá en að við séum hér að lappa upp á kerfi sem þau lýsa sem mistökum. Sterkasta yfirlýsingin um þetta kemur frá formanni danska jafnaðarmannaflokksins sem átti sér hér skoðanabræður og -systur í salnum, kannski einn núna, og flokkssystkini,“ sagði Ólafur.

Hann sagði einnig: „Þriðji uppistöðukaflinn eða meginkaflinn í hinni dönsku stefnuáætlun jafnaðarmanna ber yfirskriftina: Hin nýja sjálfstæðisbarátta. Jú, nú kunna einhverjir að sperra eyrun. Á danskri tungu heitir kaflinn: Den nye frihedskamp. Komið er víða við í þessari stefnuyfirlýsingu en það sem hæst ber er að jafnaðarmannaflokkurinn hafnar afdráttarlaust gildandi stefnu í málaflokknum, þ.e. þeirri stefnu sem áður ríkti en þeirri stefnu sem við sýnumst vilja fylgja sem ákafa.“

Ólafur Ísleifsson sagði einnig: „Þessi skilaboð dönsku jafnaðarmannaríkisstjórnarinnar eru eins og þau eru, en hvaða skilaboð erum við að senda? Við erum að ræða hér frumvarp þar sem segir í greinargerð að taka eigi upp það nýmæli hér að flóttamönnum verði boðin sama þjónusta og kvótaflóttamönnum sem svo eru nefndir og eru hér sérstaklega komnir í boði stjórnvalda á grundvelli samstarfs við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þessi skilaboð eru því mjög ólík hinum og af þeim ástæðum leyfi ég mér að segja að við séum orðin viðskila við nágranna okkar á Norðurlöndunum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: