- Advertisement -

Viðbrögð lögreglu rædd á Alþingi

Þetta er viðkvæmasti hópurinn í okkar samfélagi.

„Ansi finnst manni þetta harkalegar aðgerðir. Hér er fólk að nýta rétt sinn til að mótmæla og erfitt er að sjá hvað kallar á þessa hörku gegn þeim,“ skrifar Kolbeinn Árnason Proppé, þingmaður VG, vegna viðbragða lögreglu vegna mótmælanna á Austurvelli í dag.

„Mér finnst einboðið að þetta verði tekið upp á vettvangi þingsins og mun spyrjast fyrir um þetta á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag og fá leiðbeiningar um hvort þetta eigi heima á borði hennar; mótmælin beindust jú gegn þingi og stjórnvöldum,“ skrifar hann.

„Þetta er viðkvæmasti hópurinn í okkar samfélagi og ég tel að við eigum að gera gangskör í því að bæta aðbúnað hans og mæta honum með skilningi og mannúð, ekki hörku og piparúða.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: