- Advertisement -

Viðreisn boðar „stórátak“ í einkavæðingu

„Gera þarf stór­átak í hagræðingu og sparnaði í op­in­ber­um rekstri. Gefa þarf einka­rekstri auk­in tæki­færi til að sinna verk­efn­um hins op­in­bera og rík­is­fyr­ir­tæki eiga alls ekki að keppa við einka­rekst­ur­inn,“ segir í Moggagrein sem Thomas Möller sem skipar fjórða sæti framboðslista Viðreisnar í kjördæmi formanns, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir.

„Stjórn­ir rík­is­fyr­ir­tækja eiga ekki að vera mannaðar með póli­tískt ráðnum stjórn­ar­mönn­um. Þar eiga að vera bestu sér­fræðing­ar á sviði stjórn­un­ar og rekstr­ar, ekki stjórn­mála­menn. Þannig má draga úr áhrif­um ráðherra á stjórn­un fyr­ir­tækj­anna,“ skrifar Thomas.

Ögn meira úr grein Thomasar:

„Dæmi eru um op­in­ber fyr­ir­tæki sem stunda rík­is­styrkta sam­keppni við fyr­ir­tæk­in í land­inu. Mörg rík­is­fyr­ir­tæki eru að færa starf­semi frá einka­geir­an­um inn í rík­is­kerfið, eins og sést til dæm­is í heil­brigðis­kerf­inu þar sem nauðsyn­legt er að stöðva aðför rík­is­stjórn­ar­inn­ar að einka­rekstri. Rík­is­valdið set­ur ýms­ar höml­ur á at­vinnu­frelsi sem er stjórn­ar­skrár­var­inn rétt­ur okk­ar allra.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: