- Advertisement -

Viðskiptafréttin – Hversu virði er Netgíró?

Merkileg frétt var á baksíðu viðskiptakálfs Fréttablaðsins. Þar segir að Kvika banki vilji ólmur kaupa Netgíró. En kaupa hvað kunnum við þetta venjulega fólk að spyrja. Botnlaust tap og allt í mínus:

„Gert er ráð fyrir því að hægt verði að ljúka kaupum Kviku banka á Netgíró á næstu tveimur til þremur vikum. Þetta segir Helgi Björn Kristinsson, framkvæmdastjóri Netgíró.

„Viðræður við Kviku banka ganga vel og er áreiðanleikakönnun að ljúka. Bið eftir endurskoðuðum ársreikningum félagsins hefur aðeins tafið ferlið,“ segir hann við Markaðinn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Netgíró tapaði 225 milljónum króna fyrir skatta árið 2019 samanborið við 523 milljóna króna tap árið áður. Eigið fé var neikvætt um 226 milljónir króna við árslok en árið áður var það neikvætt um 182 milljónir króna. Við kaupin mun Kvika endurskipuleggja fjárhag Netgíró.

Vaxtatekjur jukust um 22 prósent á milli ára og námu einum milljarði króna í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningi Netgíró fyrir árið 2019. Alva Holding og A-Collect, félög að mestu í eigu Skorra Rafns Rafnssonar, eiga 80 prósenta hlut í Netgíró. Kvika banki á 20 prósenta hlut.“

Það er allt í mínus. Endalaust tap og fyrirtækið vel undir rauða strikinu. Hvers virði ætli svona fyrirtæki sé? Ætli fleiri vilji kaupa þetta?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: