- Advertisement -

Vigdís er alfarið á móti siðareglum

„Siðareglur eru pólitísk og fjölmiðlaleg svipa á kjörna fulltrúa eins og dæmin sanna.“

„Kjörnir fulltrúar sækja umboð sitt til kjósenda á fjögurra ára fresti, og ekki til neinna annarra. Þeir eru algjörlega sjálfstæðir í störfum sínum og lúta einungis reglum sem þeir setja sér sjálfir,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á síðasta fundi borgarstjórnar þegar fjallað var um siðareglur borgarfulltrúa.

„Siðareglur eru pólitísk og fjölmiðlaleg svipa á kjörna fulltrúa eins og dæmin sanna,“ sagði hún.

Embættismenn Reykjavíkurborgar eru Vigdísi ofarlega í huga. „Vakin er athygli á því að siðareglur fyrir embættismenn Reykjavíkur eru ekki í samfloti með siðareglum kjörinna fulltrúa eins og minnihlutinn hefur ítrekað óskað eftir og meirihlutinn ítrekað lofað.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vigdís nýtti tækifærið til að varpa ljósi á skoðun sína á siðareglum, nú og áður.

„Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur barist á móti setningu þeirra bæði hjá borg og ríki.“

„Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur barist á móti setningu þeirra bæði hjá borg og ríki. Kjósendur einir meta það hvort kjörinn fulltrúi hefur gengið of langt í óskráðum siðareglum. Lagaumgjörð er um störf kjörinna fulltrúa eina og annarra, bæði refsilöggjöf og meiðyrðalöggjöf, sem hægt er að beita brjóti kjörinn fulltrúi lög í störfum sínum. Segja má sem dæmi að borgarstjóri hafi brotið allar greinar þeirra siðareglna sem á að samþykkja nú í braggamálinu, hvað þá þegar litið er til siðareglanna sem eru að falla úr gildi, án þess að bera ábyrgð. Því er spurt, eru siðareglur borgarstjórnar bara fyrir suma?     


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: