- Advertisement -

Vigdís kvittar ekki upp á ársreikninginn

Þessi aðferð skapar hættulegt fordæmi og freistnivanda fyrir kjörna fulltrúa til framtíðar.

„Ég hef tekið ákvörðun um að undirrita ekki ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018 fyrr en túlkunarágreiningur um fjárútlát umfram heimildir borgarráðs og borgarstjórnar liggur fyrir,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á fundi borgarstjórnar í gær.

„Því hefur verið haldið fram að við undirritun kjörinna fulltrúa á ársreikning fáist uppávantaðar fjárheimildir. Því hafna ég alfarið og spyr í leiðinni hvers vegna ættu sveitarfélög að setja sér fjárhagsáætlun og ríkið fjárlög ef þetta væri túlkunin?

Þessi aðferð skapar hættulegt fordæmi og freistnivanda fyrir kjörna fulltrúa til framtíðar verði hún samþykkt í ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2018. Beðið er eftir lögfræðiáliti að ósk sjálfstæðismanna í borgarstjórn þessa efnis. Síðasti séns til að birta borgarfulltrúum álitið er á borgarráðsfundi nk. fimmtudag. Seinni umræða ársreikningsins fer fram að viku liðinni,“ bókaði hún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: