- Advertisement -

Vigdís Hauksdóttir og Ásmundur Einar ósammála Gunnari Braga

Stjórnmál „Almennt voru það tillögur hagræðingarhópsins að það ætti að skera meira niður innan utanríkisþjónustunnar. Og ég hef verið og er þeirrar skoðunar, bæði í vinnunni í fjárlaganefnd og hagræðingarhópnum, að það sé svigrúm til aukins niðurskurðar og hagræðingar innan utanríkisþjónustunnar. Og það þarf að taka betur á hvað það snertir,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður og formaður hagræðingarnefndar ríkisstjórnarinnar, um skipan tveggja nýrra sendiherra.

Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, formaður fjárlaganefndar og fulltrúi í hagræðingarnefndinni, segir á Facebooksíðu sinni: „- tek undir með formanni hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar …“

Aðspurður, af fréttastofu RÚV, sagðist Ásmundur Einar ekki vilja tjá sig um skipan Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar. „Ég ætla kannski ekki að tjá mig um einstaklingana sem slíka heldur getum við almennt sagt það að það er svigrúm til þess að hagræða meira innan utanríkisþjónustunnar og þetta er ekki í samræmi við þær hagræðingarkröfur,“ sagði hann. Samflokksmaður Ásmundar Einars, Gunnar Bragi Sveinsson, tók ákvörðun um skipan þeirra sem sendiherra. Hann segir skipunina ekki hafa verið rædda í þingflokknum. „Nei, þetta hefur ekki verið rætt en ég geri ráð fyrir að þetta verði rætt á þingflokksfundi næst þegar hann verður boðaður nú í ágúst,“ sagði Ásmundur Einar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: