- Advertisement -

Vigdís verður ekki ráðherra

Stjórnmál Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sagði í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, að ekki hafi verið rætt við sig um að hún verði dómsmálaráðherra. Þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur beðist undan dómsmálunum um stundarsakir, þarf að koma þeim til annars ráðherra. Margir eru þeirra skoðunar að æskilegt sé að lögfræðingur sinni dómsmálunum.

Bjarni Benediktsson er eini lögfræðingurinn í ríkisstjórninni og hann hefur aftekið að taka að sér dómsdmálin. Því hefur verið horft til Vigdísar, sem segir semsagt að það standi ekki til. Hún sé að auki alsæl með sitt hlutskipti.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: