- Advertisement -

Víkingasveitin í „menn­ing­araf­kima“

Sér­sveit er kannski sú ein­ing inn­an lög­regl­unn­ar sem þarf hvað mesta og styrk­asta stjórn. Mynd: ruv.is.

Davíð Oddssyni hefur runnið blóðið til skyldunnar. Mogginn birtir heljarinnar langt viðtal við ríkislögreglustjórann,. Harald Johannesson. Í embættinu kraumar allt í ósætti. Menn bera hvern annan alvarlegum sökum. Haraldur er engin undantekning þar á.

Í langa Moggaviðtalinu kemur Haraldur víða við. Segist til að mynda vilja fá starfslokasamning. Annað er merkilegra. Það er hvernig hann talar um og lýsir ástandinu milli hans og Víkingasveitarinnar.

„Þeir hafa skrifað dóms­málaráðherra bréf með alls kyns umkvört­un­ar­efn­um og við yf­ir­menn­irn­ir höf­um svarað dóms­málaráðuneyt­inu. Ég hef til skoðunar að fram fari út­tekt á menn­ingu sér­sveit­ar­inn­ar en einnig er tíma­bært að marka framtíðar­stefnu fyr­ir hana, hversu fjöl­menn hún á að vera og hvert hlut­verk henn­ar og geta á að vera. Sér­sveit er kannski sú ein­ing inn­an lög­regl­unn­ar sem þarf hvað mesta og styrk­asta stjórn. Þar geta starfs­menn ekki gengið fram eins og þeim hent­ar. Ég hef velt því fyr­ir mér hvort óánægja sér­sveit­ar­manna með rík­is­lög­reglu­stjóra stafi kannski af því að þeir fái ekki öllu sínu fram­gengt. Ég hef velt því fyr­ir mér hvort ekki sé tíma­bært að fram fari at­hug­un fagaðila á þeim menn­ing­araf­kima sem ég held kannski að sér­sveit­in sé,“ seg­ir Har­ald­ur í langa Moggaviðtalinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: