- Advertisement -

Vildu ekki vernd fyrir uppljóstrara


Helga Vala Helgadóttir skrifaði:

Helga Vala Helgadóttir.

Vissuð þið að í lögum um sérstakan saksóknara var ákvæði um vernd uppljóstrara? Vissuð þið að þegar tekin var ákvörðun um að leggja niður embætti Sérstaks saksóknara í tíð ríkisstjórnar Sigmundar og Bjarna, og rannsóknar- og ákæruvald vegna efnahags- og skattalagabrota fært undir nýtt embætti Héraðssaksóknara var ákvæðið um vernd uppljóstrara fellt út. Nei, kannski munduð þið það ekki en svona var það samt. Tilviljun?

Viðbót: Við niðurfellingu lagði þáv. dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (dómsmálaráðherra vegna lekamálsins) fram frumvarp. Í greinargerð stóð:

„Í 5. gr. laga um embætti sérstaks saksóknara er að finna heimild fyrir ríkissaksóknara að ákveða, að uppfylltum ströngum skilyrðum að sá sem hefur frumkvæði að því að bjóða eða láta lögreglu eða saksóknara í té upplýsingar eða gögn sæti ekki ákæru þótt upplýsingarnar eða gögnin leiði líkur að broti hans sjálfs. Beiting ákvæðisins hefur þótt nokkuð vandasöm og þykir ekki nægt tilefni til að gera sambærilegt ákvæði að almennri reglu í sakamálalögum. Svipað ákvæði er hins vegar í samkeppnislögum hér á landi og í nágrannalöndunum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: