- Advertisement -

Vilja að Alþingi fordæmi Trump

Helga Vala Helgadóttir.

Helga Vala Helgadóttir fer fyrir hópi þingmanna sem vilja að Alþingi fordæmi meðferð bandarískra stjórnvalda á flóttabörnum. Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um þetta.

Helga Vala sagði í ræðu  sinni:

„Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur á undanförnum misserum hert mjög stefnu sína gegn fólki á flótta frá Suður- og Mið-Ameríkuríkjum til Bandaríkjanna. Frá júlímánuði 2017 hafa bandarísk stjórnvöld aðskilið börn frá foreldrum sínum og geymt þau í sérstökum flóttamannabúðum fjarri nokkru skyldmenni og jókst þetta töluvert árið 2018.

Samkvæmt glænýrri skýrslu frá ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, fyrir árið 2019 heldur þessi aukning áfram. Samkvæmt bandaríska heilbrigðisráðuneytinu hafa þúsundir barna verið teknar við landamæri og flutt í sérstakar flóttamannabúðir, ætlaðar börnum og ungmennum, fjarri fjölskyldum þeirra.

Þá hefur einnig komið fram að skráningu og utanumhaldi bandarískra stjórnvalda á þeim börnum sem brottnumin hafa verið á landamærunum sé mjög ábótavant og því er það svo að fjöldi barna sem skilin voru frá fjölskyldum sínum er í raun óþekktur. Það er fráleit staða með tilliti til mannúðar, mannhelgi og grundvallarréttar til friðhelgi einkalífs og fjölskyldu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: