- Advertisement -

Vilja að bragginn fari til saksóknara

Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins ætla að flytja tillögu um að Braggamálið verði sent til héraðssóknara.

Borgarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir.

Nýjar fréttir úr Ráðhúsi Reykjavíkur.

Þar segir af bókun áheyrnarfulltrúa Miðflokksins í umræðum um Braggann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lýsir furðu sinni á því að borgarstjóri, borgarritari og borgarlögmaður hafi ekki vikið af fundi undir dagskrárliðunum. Þessir aðilar eru persónur og leikendur þegar kemur að braggamálinu. Kjörnir fulltrúar verða að hafa frelsi til beinna samskipta við skýrsluhöfunda í svo alvarlegum málum án áheyrnar þeirra sem um er fjallað í skýrslunni. Það er mjög nauðsynlegt ekki síst í ljósi þess að mikilvægt er að aðilar geti ekki samræmt framburð sinn eftir því hvernig spurningum borgarfulltrúa og svörum innri endurskoðunar fram vindur. 
Hér er upplýst að borgarfulltrúi Miðflokksins og og Flokks fólksins ætla að flytja tillögu á næsta borgarstjórnarfundi, sem haldinn verður þriðjudaginn 15. janúar nk.., um að vísa skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkur sem ber heitið Nauthólsvegur 100 til héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. Innri endurskoðandi hefur eftirlátið borgarfulltrúum úrvinnslu skýrslunnar og teljum við okkur vera að bregðast ríku eftirlitshlutverki okkar sem kjörinna fulltrúa ef við myndum ekkert aðhafast í kjölfar hennar. Mjög alvarlegar athugasemdir og ábendingar eru í skýrslunni m.a. um alvarleg lögbrot sem of langt mál er að fara yfir í bókun þessari. Rökstyðjum við þessa ákvörðun okkar m.a. á 140 gr. og 141. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem fjalla skyldur opinberra starfsmanna í störfum sínum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: