- Advertisement -

Vilja að fyrirtæki fái skattaafslátt

Framlag þeirra væri metið til fjár, þ.e. kostnaður við rekstur og notkun tækja og kostnaður vegna ferða og fæðis starfsmanna.

Nokkrir þingmenn, undir forystu Ara Trausta Guðmundssonar, þingmanns Vinstri grænna, standa saman að frumvarpi þar sem fyrirtækjum er ætlaðar skattaívilnanir gegn þátttöku í umhverfismálum.

Í greinargerðinni má finna þetta: „Þátttaka fyrirtækja í öllum atvinnugreinum í baráttunni gegn hlýnun loftslags á heimsvísu er afar mikilvæg. Á það við um reksturinn sjálfan en ekki síður um framlög fyrirtækja til skógræktar, endurheimtar landgæða og endurheimtar votlendis. Framlögin geta verið í formi kolefnisjöfnunar starfsemi fyrirtækja í samvinnu við Kolvið, samstarfssamning um kolefnisbindingu, sjálfboðaliðastörf starfsmanna eða fjárframlög, þ.e. styrkir til samtaka eða stofnana sem vinna á þessum vettvangi. Sem dæmi má nefna Skógræktina eða skógræktarfélög, Landgræðsluna og Votlendissjóðinn. Einnig má nefna að fyrirtæki, t.d. í byggingariðnaði eða í verkefnum með þungavinnuvélum, hafa sýnt áhuga á að fá verkefni við endurheimt votlendis og vinna þau án þess að fá greitt fyrir. Framlag þeirra væri metið til fjár, þ.e. kostnaður við rekstur og notkun tækja og kostnaður vegna ferða og fæðis starfsmanna.“

Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ari Trausti Guðmundsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir, Óli Björn Kárason og Ólafur Þór Gunnarsson.

Málið verður rætt á Alþingi í dag.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: