- Advertisement -

Vilja áfram „braska“ með makrílinn

Þau hafa notað aflaheimildirnar á annan hátt, selt þær eða skipt yfir í aðrar tegundir.

Kristján Þór Júlíusson.

Fyrirtækin Þorbjörn hf., Nesfiskur hf. og Rammi hf. standa saman að mótmælum vegna frumvarps Kristjáns Þórs Júlíussonar, þar sem hann vill færa útgerðum stóru uppsjávarveiðiskipanna, þar á meðal Samherja, þar sem ráðherrann var stjórnarformaður, megin hluta makrílsins.

Útgerðirnar þrjár, sem hafa ekki veitt makríl síðustu þrjú ár, aðeins selt aflaheimildirnar, mótmæla frumvarpinu þar sem með því, eru að áliti útgerðarfélaganna, lagðar til breytingar sem fela í sér að umtalsverðar aflaheimildir flytjast frá vinnslu- og ísfisksskipum yfir á uppsjávarveiðiskip.

Fyrirtækin þrjú hafa fengið úthlutað heimildum frá árinu 2010 og þau segjast hafa að mestu nýtt þær til veiða, sem er ekki nákvæm lýsing, þar sem þau hafa ekki gert út á makríl í þrjú ár. Þau hafa notað aflaheimildirnar á annan hátt, selt þær eða skipt yfir í aðrar tegundir.

Þau segja þau viðskipti verið báðum aðilum til hagræðis. Þau segjast hafa unnið eftir þeim lögum sem gilt hafi um stjórn fiskveiða og þrátt fyrir að stjórnun á veiðum á makríl hafi verið með öðrum hætti en aflamarksstjórn þá hafi hún svipað til aflamarksskipulags og því hafi stjórnendur metið það svo að sömu leikreglur giltu um stjórn á makríl og á öðrum tegundum.

Efni frumvarpsins er því mótmælt og gerð tillaga um þá breytingu að notuð verði sex bestu árin af síðastliðnum 11 til viðmiðunar.

ÁrHeildarafli ísl. skipa (t)A
Uppsjávarskip (t)
B
Frystiskip (t)
C
Skip án vinnslu (t)
D
Skip með línu og handf. (t)
2008112.3004.000000
2009116.2004.600000
2010120.9002.80028500
2011153.4003.6001.400600
2012145.9003.3001.80010085
2013137.6003.2002.90014085
2014154.7003.7002.400130120
2015163.4003.4002.3004590
2016158.9006.30000215
2017159.1008.30000120
2018129.6005.3000076
Afli bestu tíu ára45.70011.085475791
Afla­hlut­deild:3,051%0,740%0,032%0,053%

    * Afli hefur verið námundaður til einföldunar. 



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: