- Advertisement -

Vilja lægra orkuverð til stóriðju

…hefur í krafti einokunarstöðu í raforkusölu á stórnotendamarkaði knúið fram mjög miklar verðhækkanir á raforku til orkukræfs iðnaðar.

„Forstjóri fyrirtækisins hefur endurtekið lýst því yfir að hlutverk þess sé meðal annars verðmætasköpun en fram til þessa hefur sú verðmætasköpun eingöngu snúist um að hámarka arðsemi Landsvirkjunar en ekki að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar,“ segir í áskorun bæjarstjórnar Akraness og sveitastjórnar Hvalfjarðarsveitar.

„Stjórnvöld á Íslandi sköpuðu orkukræfum iðnaði góð skilyrði til rekstrar með sanngjörnu raforkuverði og fengu með því til sín öflug fyrirtæki sem mörg hver hafa verið í rekstri um áratugaskeið, þau hafa greitt há laun og haft mjög jákvæð áhrif á uppbyggingu sinna nærsamfélaga. Jafnframt hafa þau lagt mikið af mörkum til uppbyggingar raforkuinnviða samfélagsins í heild. Að auki er rétt að benda á mikilvægi framleiðsluvara fyrirtækja á Grundartanga sem eru lykilframleiðendur ýmissa sérvara sem leitað er eftir til lausnar í þeim orkuskiptum sem nú eru að eiga sér stað og kallað er eftir á heimsvísu,“ segir í áskoruninni.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Kjörnir fulltrúar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit kalla eftir svörum um hver tók ákvörðun um þessa stefnubreytingu og á hvaða vettvangi hún var tekin.

Þar má lesa að breytingar hafi orðið:

Nú er hins vegar svo komið að rekstrarumhverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi hefur versnað til muna og það samkeppnisforskot sem hér var í orkuverði er algjörlega horfið. Kjörnir fulltrúar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit kalla eftir svörum um hver tók ákvörðun um þessa stefnubreytingu og á hvaða vettvangi hún var tekin.“

Svo er sneiðin til Landsvirkjunar:

„Birtingarmynd þessarar ákvörðunar er framganga Landsvirkjunar, fyrirtækis sem er að öllu leyti í eigu ríkisins og hefur í krafti einokunarstöðu í raforkusölu á stórnotendamarkaði knúið fram mjög miklar verðhækkanir á raforku til orkukræfs iðnaðar. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurtekið lýst því yfir að hlutverk þess sé meðal annars verðmætasköpun en fram til þessa hefur sú verðmætasköpun eingöngu snúist um að hámarka arðsemi Landsvirkjunar en ekki að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: