- Advertisement -

Vilja niðugreitt rafmagn til garðyrkju

Ég segi því: Þetta kæmi aldrei til álita hér, aldrei nokkurn tíma.

Inga Sæland.

Þingflokkur Fólks flokksins hefur lagt fram frumvarp um niðurgreiðslu á rafmagni til garðyrkjubænda. Inga Sæland flutti málið. Í lok ræðu sinnar sagði hún:

„Svona til gamans, þó að það sé ekki til gamans, þá langar mig að nefna það að þegar ég var að byrja hér á þingi þá var ég að lesa grein sem kom frá dönskum ráðamönnum. Þeir voru algjörlega miður sín yfir því að það hafði komið í ljós, eftir að það hafði þurft að taka þvagsýni hjá dönskum leikskólabörnum, að það var alveg gríðarlega mikið magn af skordýraeitri í þessum prufum. Eðli málsins samkvæmt þá hópuðust þingmenn hver um annan þveran til að láta mæla hvernig ástandið væri á sínu þvagi og útkoman var nákvæmlega sú sem þeir óttuðust, fullt af skordýraeitri, hellingur af skordýraeitri. Þetta fréttist víðar og Þjóðverjar fóru líka að athuga þetta. Sama sagan, mikið magn af skordýraeitri. Og hvers vegna? Hvaðan kom þetta? Ég ætti nú kannski ekki einu sinni að segja það en jú, í einhverju suðrænu fögru landi þar sem var ótæpilega mikið notað af skordýraeitri þá var þetta rakið til agúrkna. Ég segi því: Þetta kæmi aldrei til álita hér, aldrei nokkurn tíma. Hreina græna orkan okkar og sá möguleiki sem við höfum til þess einmitt að hasla okkur völl til fyrirmyndar á erlendri grund, hann liggur m.a. í því að gefa garðyrkjubændum kost á að verða stórir og sterkir og búa til algerlega nýja útflutningsgrein til framtíðar sem er ylræktin okkar, grænmetið okkar, ávextirnir okkar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: