- Advertisement -

Vilja takmarka notkun rafretta

„Þrátt fyrir að rafrettur og bein og óbein neysla þeirra hafi verið rannsakað töluvert eru langtímaáhrif notkunarinnar enn ekki ljós,“ segir í greinargerð með nýju lagafrumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi.

„Því má segja að þrátt fyrir rétt einstaklinga til að velja slíka notkun fyrir sjálfa sig geti í því vali ekki falist réttur til að velja það sama fyrir aðra. Réttur þeirra sem ekki vilja nota rafrettur hlýtur því að þurfa að vera ríkari en réttur þeirra sem vilja nota þær, enda sé sá réttur ekki óhóflega skertur. Neysla rafrettna í afmörkuðu rými á veitingastöðum eða skemmtistöðum, án tilhlýðilegrar loftræstingar eða afmörkunar, á því ekki að skerða rétt annarra til að anda að sér ómenguðu lofti. Flutningsmenn telja skynsamlegt að takmarka notkun rafrettna á framangreindum stöðum þannig að aðrir verði ekki fyrir ónæði, líkt og hefur verið gert með tóbaksreyk. Vegna óvissu um langtímaáhrif notkunar telja flutningsmenn málefnalegt að verja þá sem ekki vilja anda að sér rafrettureyk fyrir áhrifum notkunarinnar og því ónæði sem kann af því að hljótast.“

Þrír þingmenn VG leggja frumvarpið fram; Ólafur Gunnarsson, Ari Trausti Guðmundsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: