- Advertisement -

Vilja þjóðaratkvæði um Reykjavíkurflugvöll

„Árétta ber að Reykjavíkurflugvöllur gegnir fjölþættu hlutverki í samgöngum landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar. Völlurinn er óumdeilanlega miðstöð innanlandsflugs og gegnir í því sambandi lykilhlutverki. Um flugvöllinn fara að jafnaði um 400 þúsund farþegar á ári og hefur þeim farið fjölgandi. Tilgangur hluta ferðanna er að sækja brýna læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Flugvöllurinn gegnir lykilhlutverki í sjúkra- og neyðarflugi og tengist þannig brýnum öryggishagsmunum almennings, en hann er óumdeilanlega ein helsta tenging landsbyggðarinnar utan suðvesturhornsins við Landspítala.“

Þetta er hluti greinargerðar með tillögu margra þingmanna um að þjóðin kjósi og ákveði þannig framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Fram kemur að Reykjavík er eina sveitarfélagið sem leggst gegn atkvæðagreiðslunni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Flugvöllurinn gegnir einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðarinnar við opinbera grunnþjónustu og mikilvægar opinberar stofnanir, sem eru flestar staðsettar á höfuðborgarsvæðinu, og jafnframt við almenna verslun og þjónustu. Flugvöllurinn er einnig mikilvæg miðstöð kennsluflugs, eftirlits og leitar- og björgunarflugs og mikilvægur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Þá gegnir flugvöllurinn æ stærra hlutverki í tengslum við stóraukna ferðaþjónustu og tækifæri eru til að dreifa ferðamönnum betur um landið í gegnum flugvöllinn,“ segir og í greinargerðinni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: