- Advertisement -

Stjórnarþingmaður: Vill að ákvörðun heilbrigðisráðherra verði endurskoðuð

Stjórnmál „Sem þingmaður Norðvesturkjördæmis þá er ég afar ósátt við sameiningar á heilbrigðisstofnunum í kjördæminu. Þess ber að geta að um er að ræða einhliða ákvörðun heilbrigðisráðherra. Þetta er ekki ákvörðun Alþingis og ekki hefur verið tekið tillit til sjónarmiða þingmanna kjördæmisins,“ skrifar Esla Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. „Afar brýnt er að mínu mati að endurskoða þessa ákvörðun og hefja tafarlaust samvinnu og samráð við íbúa sveitarfélaganna sem hér um ræðir.“

Elsa Lára skrifaði þetta á Facebooksíðu sína fyrir skömmu. „Ef þetta verður látið fram að ganga, eins og allt bendir til, þá er mikilvægt að standa vörð um það þjónustustig sem nú er veitt á þeim heilbrigðisstofnunum sem hér um ræðir. Ef eitthvað er þá er nauðsynlegt að bæta við þá þjónustu sem veitt hefur verið. Ef eitthvað bendir til þess að þjónustustig verði lækkað eða fjármagn verði minnkað þá er ekkert annað hægt að gera en að leggja fram breytingu á lagafrumvarpi sem tryggi fjármagn, þjónustustig og fleira sem skiptir máli í þessu samhengi.
Hef fengið margar fyrirspurnir og pósta frá íbúum kjördæmisins míns og þykir mér afar vænt um að til mín sé leitað varðandi þetta málefni. Hér kem ég skilaboðum mínum á framfæri. Með vinsemd og virðingu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: