- Advertisement -

Vill Ásmundur afleggja lýðræðið?

Hver er afstaða Ásmundar til útlendinga almennt sem flytjast hingað til lands?


Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, skrifar:

Það kostar fjármuni að vera ábyrgt ríki sem tekur þátt í sjálfsögðu alþjóða- og mannréttindastarfi. Það væri gaman ef Ásmundur Friðriksson svaraði eftirfarandi spurningum:

1. Nú er lýðræði mjög dýrt. Vill Ásmundur leggja það af?

2. Hversu mörgum hælisleitendum væri hægt að bjarga og veita skjól ef akstursgreiðslur þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins væru nýttar í verkefnið?

3. Vill Ásmundur leggja af allar skyldur Íslands til alþjóðasamfélagsins til að spara peninga og minnka vesen?

4. Heldur Ásmundur virkilega að fjármunirnir sem spöruðust við þetta, yrðu nýttir til aðstoðar Íslendingum sem nauðsynlega þurfa á að halda? Hvernig myndi Ásmundur tryggja það? Er Ásmundur tilbúinn til að skuldbinda sig til þess að veita auknum fjármunum til öryrkja, aldraðra og þeirra sem á þurfa að halda í skiptum fyrir að loka landinu fyrir öllum hælisleitendum?

5. Hver er afstaða Ásmundar til útlendinga almennt sem flytjast hingað til lands? Er hún svipuð þeirri mannfjandsamlegu afstöðu hans til hælisleitenda sem birtist í skrifum hans?

6. Er Ásmundur tilbúinn til að afskrifa alla fjármuni sem Íslandi hlotnast frá alþjóðasamfélaginu, þar með talinni þróunaraðstoð?

Það er fallegur kristilegi kærleikurinn. Hann á sér greinilega takmörk.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: