- Advertisement -

Vill bjarga heilbrigðiskerfinu frá Svandísi

Á skömmum tíma í embætti hefur ráðherranum tekist að skaða kerfið svo um munar.

„Núverandi heilbrigðisráðherra lagði upp með það markmið að bjarga heilbrigðiskerfinu,“ skrifar Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki í Fréttablaðið í dag.

„Á skömmum tíma í embætti hefur ráðherranum tekist að skaða kerfið svo um munar. Á skammri stund hefur ráðherranum einnig tekist að búa til tvöfalt heilbrigðiskerfi á landinu, eitt fyrir þá sem betur mega og annað fyrir hina. Með þessu hefur ráðherrann skotið fyrrverandi heilbrigðisráðherrum Sjálfstæðisflokksins ref fyrir rass. Hið sorglega er að þetta tvöfalda kerfi er orðið til vegna þeirra tilburða ráðherrans að steypa alla heilbrigðisþjónustu í sama ríkismótið. Það hefur mistekist hrapallega. Fórnarlömbin eru viðskiptavinir heilbrigðiskerfisins, sjúklingar og aðstandendur þeirra,“ skrifar þingmaðurinn og færir síðan rök fyrir því sem hann segir.

Grein sína endar hann svona: „Þetta er óþolandi ástand og til álita hlýtur að koma að kanna hvort ákvarðanir ráðherra standist sjúklingalög og lög um fjárreiður ríkisins. Það er mjög brýnt að bjarga heilbrigðiskerfinu. Einmitt núna er mikilvægast að bjarga því frá heilbrigðisráðherra.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: