- Advertisement -

Vill ekki fleiri stjórnmálaflokka

Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, talaði á þingi um hvort landið allt verði eitt kjördæmi. Birgir er ekki spenntur fyrir því. Hann sagði meðal annars:

„En hættan er sú að það verði mjög margir flokkar sem gera hina pólitísku virkni þjóðþingsins flóknari. Sumum finnst það í lagi en það gerir það flóknara. Það er erfiðara að mynda það sem við getum kallað starfhæfan meiri hluta í þingum þar sem flokkar eru margir, frekar en þar sem kosningakerfi leiðir til þess að þeir verði fáir. Okkar kerfi felur í sér ákveðna málamiðlun á milli þessara sjónarmiða. Það eru fá kjördæmi, tiltölulega stór, sem útiloka ekki minni flokka en hafa þó ákveðinn þröskuld gagnvart því að flokkum fjölgi úr hófi fram.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: