- Advertisement -

Vill ekki verða ritari flokksins

Hvorki Brynjar Níelsson né Jón Gunnarsson virka kátir þegar þeir fara heim að loknum þingflokksfundi þar sem Bjarni tilkynnti að Áslaug Arna yrði dómsmálaráðherra.

Brynjar Níelsson, sem vissulega vildi verða dómsmálaráðherra vill alls ekki taka við af Áslaugu Örn sem ritari Sjálfstæðisflokksins.

„Sá frétt á Hringbraut um að ég myndi verða annað hvort ritari Sjálfstæðisflokksins eða formaður utanríkismálanefndar. Veit ekki hvernig sú frétt varð til en hún byggist allavega ekki á samtölum við mig. Fyrr lægi ég dauður en að taka að mér starf ritara og tæplega með meðvitund samþykkti ég að verða formaður utanríkismálanefndar,“ skrifaði Brynjar á Facebook.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: