- Advertisement -

Vill lækka hæstu laun innan borgarinnar

Hæstu launin eru sexfalt hærri en þau lægstu.

Sanna Magdalena Mörtudóttur flutti tillögu, á fundi borgarstjórnar, um að hæstu laun innan borgarinnar yrðu lækkuð. Tillagan var felld.

Sanna Magdalena bókaði:

„Hæstu laun æðstu stjórnenda, þ.e.a.s. embættismanna, og hæstu laun kjörinna fulltrúa þarf að lækka til að halda launabili hæstu og lægstu launa innan sómasamlegra marka. Þau laun eru ekki ákveðin í samningum milli stéttarfélaga og vinnuveitenda eins og meirihlutinn heldur fram.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sem dæmi má nefna að árið 2017 ákvað borgarstjórn að breyta launaþróun borgarfulltrúa og hafnaði tillögum kjararáðs um launahækkanir og tengdu laun þess í stað við launavísitölu. Þá ákveður kjaranefnd Reykjavíkurborgar laun æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar en launakjör þeirra embættismanna sem heyra undir kjaranefnd eru að hámarki 1.500.000 krónur.

Þá er rétt að nefna að borgarstjórn hefur samþykkt breytingar á fjárheimildum fagsviða vegna launahækkana samkvæmt ákvörðun kjaranefndar. Ef umræða um ásættanlegt launabil á milli hæstu og lægstu launa á ekki heima í borgarstjórn, hvar á hún þá heima?

Miðað við núverandi stöðu eru laun hinna hæst launuðu innan borgarinnar margfalt hærri en lægstu launin og rúmlega sexfaldur munur er á launum borgarstjóra og lægstu launum innan borgarinnar.

Meirihlutinn vísar til almennra sátta vegna núverandi samningsfyrirkomulags í launamálum en það ríkir engin sátt um ofurlaun í samfélaginu. Sé ekki vilji til að lækka hæstu laun, má alltaf hækka þau allra lægstu sem mun að öllum líkindum leiða til fagnaðar hjá mörgum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: