- Advertisement -

Vill „óleyfisbúnað“ burt af Úlfarsfelli

Hér er um að ræða hagsmuni einkafyrirtækis.

Fyrirhugaðar breytingar á toppi Úlfarsfells.

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, sat síðasta fund skipulags- og samgönguráðs borgarinnar. Baldur berst gegn að reist verði mastur á Úlfarsfelli. Hann sparaði sig hvergi á fundinum.

„Fulltrúi Miðflokksins leggst alfarið gegn fyrirhuguðum framkvæmdum á einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar og vísar í fyrri bókanir vegna málsins. Eftirtekt vekur hversu hart Reykjavíkurborg hefur gengið fram í þessu máli þvert gegn vilja íbúa Úlfarsárdals, Grafarholts sem og íbúa borgarinnar almennt,“ bókaði Baldur og var hvergi hættur:

Þú gætir haft áhuga á þessum


Nei takk.

„50m hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði og allt það fargan sem því fylgir skal nú reist, þvert gegn vilja íbúa. Fyrir liggur að hér er um að ræða hagsmuni einkafyrirtækis, ekki íbúa. Fyrir liggur að Úlfarsfell er EKKI talinn besti kostur, þar trónir efst á lista Þverfellshorn í Esju og Bláfjöll, þar sem fyrir er sendir frá öðru fyrirtæki, þykir og góður kostur. Það er því alvarlegt mál að því fullyrt sé að þetta sé eina færa leiðin.“

Og hann hélt áfram: „Fjöldi athugasemda í kjölfar auglýsingar téðs deiliskipulags var slíkur að elstu menn muna ekki annað eins. Það er tillaga Miðflokksins að þessari aðför að ljúki hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt. Tilgangurinn með auglýsingum af þessu tagi, er að fá fram vilja borgaranna og hann er skýr: Nei takk. Jafnframt mælist undirritaður til þess að núverandi óleyfisbúnaður verði fjarlægður tafarlaust.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: