- Advertisement -

Vill ríkisstjórnin ekki 66 þúsund milljarða?

„Nú sitjum við uppi með þessa furðustjórn sem nýlega er tekin við en tilgangurinn með þessari tillögu er að hjálpa þeirri stjórn.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð Gunnaulaugsson er mikill áhugamaður um olíuleit á Drekasvæðinu. Hann sér fyrir sér hreint ævintýralegan gróða. Sigmundur Davíð hefur flutt þingsályktunartillögu um málið.

Í ræðu á Alþingi sagði hann meðal annars:

„Hversu mikil verðmæti eru þarna undir? Ja, Viðskiptablaðið fjallaði um þetta ekki alls fyrir löngu og færði rök fyrir því út frá þeim rannsóknum sem hafa átt sér stað að verðmætin gætu numið um 66.000 milljörðum kr. Ég ætla að endurtaka þessa tölu, frú forseti, 66.000 milljörðum kr. Helmingurinn af því færi beint til ríkisins fyrir utan öll hin afleiddu áhrifin, helmingurinn beint í tekjur, 33.000 milljarðar kr. Við getum rétt ímyndað okkur hvað væri hægt að gera fyrir slíka peninga. Þá væri náttúrlega áhyggjuefni okkar fyrst og fremst að þeir yrðu nýttir vel en við verðum að vona að við gætum gert það á svipaðan hátt og Norðmenn, að þessu verði ekki öllu eytt í borgarlínu og eitthvað rugl. En þessi verðmæti gætu tryggt velferð allra Íslendinga til langrar framtíðar. Því skyldu menn þá ekki láta á þetta reyna?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Síðar í ræðunni sagði formaður Miðflokksins:

Hér gefst nýrri ríkisstjórn kærkomið tækifæri…

„Nú sitjum við uppi með þessa furðustjórn sem nýlega er tekin við en tilgangurinn með þessari tillögu er að hjálpa þeirri stjórn. Við erum ekki að leggja til lagafrumvarp um hvernig þetta eigi að vera, heldur hvatningu til þessarar ríkisstjórnar sem má eiga allan þann heiður sem henni kynni að hlotnast af því að sýna þá drift sem Össur Skarphéðinsson sýndi á sínum tíma, ráðherra Samfylkingarinnar, með því að taka þessi mál föstum tökum. Við erum í raun að reyna að hjálpa þessari ríkisstjórn að ná sínum markmiðum um að efla Ísland á sviði öryggismála, á sviði efnahagslífsins og velferðar á öllum sviðum. Hér gefst nýrri ríkisstjórn kærkomið tækifæri til að sýna að hún sé öðruvísi en hinar fyrri, hún hafi náð áttum, hún skilji raunveruleikann og sé tilbúin að gera það sem að mínu mati og okkar í Miðflokknum blasir við, nota tækifæri Íslands og auðlindir og gera það í þágu þjóðarinnar allrar.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: