- Advertisement -

Vill þingrannsókn á „sjóðasukki“

„…ég hélt því fram að sporin hræddu í tengslum við tímabundna nýja skatta og gjöld stjórnvalda.“

Bergþór Ólason.
Sjá hér:
https://www.midjan.is/bjarni-nanast-taemdi-varasjodinn/

„Ég vil beina því til hæstvirts forseta að hann hafi frumkvæði að því að það verði teknar saman hér fyrir þingið upplýsingar er varða meðferð tekjustofna og gjalda sem sett hafa verið á til sérstakra verkefna á undanförnum kjörtímabilum sem hafa síðan með augljósum hætti verið notuð í annað, eins og nú er raunin með þessa tekjustofna sem ég nefni hér sérstaklega og eflaust fleiri, þannig að við þingmenn eigum möguleika á að glöggva okkur á því hvaða fjárstreymi inn í ríkissjóð var raunverulega ætlað til annarra verkefna en er verið að nota það til í dag,“ sagði Bergþór Ólason Miðflokki og óneitanlega rifjast upp fyrri fréttir um umgegni fjármálaráðherra um markaða tekjustofna.

„Ég vil stuttlega koma inn á þá ákvörðun sem tekin var hér í þingsal síðastliðinn mánudag, eða hluta hennar, og snýr að nýju gjaldi vegna fjármögnunar á varnargörðum sem nú er hafist handa við. Ég skrifaði pistil sem birtist í Morgunblaðinu þar sem ég hélt því fram að sporin hræddu í tengslum við tímabundna nýja skatta og gjöld stjórnvalda. Við höfum svo ótal mörg dæmi fyrir okkur þar sem skattheimta til tiltekinna verkefna hefur síðan verið notuð til allt annarra hluta en gjaldtakan eða skattheimtan var stofnuð til,“ sagði Bergþór. Sem og þetta:

„Ofanflóðasjóð þekkjum við vel þar sem uppsöfnuð skattheimta, umfram það sem hefur verið varið til verkefna sjóðsins, stendur núna í rétt um 14 milljörðum, og bara fram að þeim tíma sem gjaldstofninn hætti að vera markaður, eins og það er kallað, þannig að munurinn er enn þá meiri ef það yrði skoðað heildstætt. Framkvæmdasjóður aldraðra er annar sjóður sem ríkisstjórnin seilist í mjög reglulega til að greiða aðra hluti en til var stofnað og svo mætti lengi telja.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: