- Advertisement -

Vill þverpólitískt framboð verkalýðshreyfingar

Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.

Í langri grein Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, viðrar hann sérstaka hugmynd, þverpólitískt framboð verkalýðshreyfingarinnar. „Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost.“ 

„Er ekki kominn tími á að kjósendur fái raunhæfan valkost?

Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neyta að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.

Valkosturinn gæti verið sá að verkalýðshreyfingin fari af stað með þverpólitískt framboð um þessar breytingar. Valkost sem sameinar þjóðina um þau þjóðþrifamál sem við svo nauðsynlega þurfum að koma í gegn til að einhverra breytinga sé að vænta í nánustu framtíð.

Valkost þar sem fólk brýtur odd af oflæti sínu fyrir æðri málstað og komandi kynslóðir. Valkost sem snýst ekki um málamiðlanir.
Valkost um stóru málin sem skipta okkur öll máli. Annað má bíða.

Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla.

Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.

Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni.“ 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: