- Advertisement -

Villi Bjarna finnur ekki fátæktina

Það væru aðeins til fá­tæk­ir bænd­ur.

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður valdaflokksins við Háaleitisbraut, skrifar langa grein í Mogga. Ekkert sérstaka. En þó Villi byrjar svona: „Í stjórn­má­laum­ræðu sam­tím­ans verður stöðugt erfiðara fyr­ir venju­legt fólk að halda uppi vit­ræn­um sam­ræðum við of­ur­gáfað fólk á vinstri hlið stjórn­mála. Al­geng­ustu slag­orð gáfu­fólks á vinstri hlið eru jöfnuður, rétt­læti og feðraveldi.“

Hann reynir að hæða þá sem eru annarra skoðunar en þau í valdaflokknum. Síðar í greininni skrifar hann texta sem er hreint ótrúlegur:

„Einn ágæt­ur fé­lags­málaráðherra sagði að á Íslandi væri aðeins til fá­tækt í einni starfsstétt. Það væru aðeins til fá­tæk­ir bænd­ur. Senni­lega er þetta rétt hjá ráðherr­an­um því sauðfjár­bænd­ur hafa ekk­ert upp í laun og fast­an kostnað af búrekstr­in­um. Það eru aðeins greiðslur sam­kvæmt bú­vöru­samn­ing­um sem gefa skít­leg laun fyr­ir sauðfjár­bænd­ur.“

Þú gætir haft áhuga á þessum


Þessi þröngsýni og kaldlyndi kemur með uppeldinu. Grjóthörðu.

Heyr á eindæmi. Allt um kring er fólk sem valdaflokkurinn beitir ofbeldi. Dag eftir dag. Öryrkjar fá mánaðarlega greiidar rétt rúmar 240 þúsund krónur. Allt það fólk er fátækt og á enga von um betri tíð. Skilningsleysi þingmannsins og annara ámóta er helsta ástæða þess hvernig komið er fyrir öryrkjum. Valdaflokksfólkið skilur ekki neitt. Það er ekkert verr gefið en annað fólk. Þessi þröngsýni og kaldlyndi kemur með uppeldinu. Grjóthörðu.

Villi Bjarna á stundum til með að vera fyndinn. Þá á annarra kostnað. „Sauðfjár­rækt er lífs­stíll frem­ur en al­vöru­at­vinnu­grein. Fram­leiðslan er langt um­fram eft­ir­spurn inn­an­lands og stór­lega niður­greitt afurðaverðið er ekki sam­keppn­is­hæft við aðra inn­lenda kjöt­fram­leiðslu. Útflutn­ing­ur hef­ur mistek­ist.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: