- Advertisement -

Vindmyllur fari í umhverfismat

Þingmenn Flokks fólksins, Inga Sæland og Guðmundur Ingi Kristinsson, vilja að vindmyllur, að ákveðinni stærð, sæti umhverfismati. Þau hafa lagt fram lagafrumvarp þess eðlis.

Greinargerðin er stutt:

„Í gildandi lögum falla stöðvar sem nýta vindafl til raforkuframleiðslu (vindbú) með uppsett rafafl 2 MW eða meira í flokk B í 1. viðauka. Af því leiðir að ekki er skylt að framkvæma mat á umhverfisáhrifum við þær framkvæmdir. Framkvæmdir við gerð á slíkum vindbúum kunna að hafa í för með sér veigamikil áhrif á lífríki og náttúru. Þá geta vindmyllur með slíkri aflgetu náð töluverðri stærð og því verið áberandi í umhverfinu sem eitt og sér getur valdið ýmiss konar röskunum. Því er lagt til að stöðvar sem nýta vindafl til raforkuframleiðslu (vindbú) með uppsett rafafl 2 MW eða meira falli undir flokk A í 1. viðauka og verði því ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: