- Advertisement -

Gunnar Smári skrifar:

Góð yfirferð Indriða um eyðileggingu skattkerfisins á nýfrjálshyggjuárunum þegar sköttum var létt af hinum ríku en skattbyrði launafólks var aukin, einkum fólks með lágar tekjur og lægri meðaltekjur. Þessi aðgerð; að létta sköttum af hinum ríku og það sem því fylgdi; aukin skattbyrði launafólks, niðurbrot velferðarkerfisins, aukin gjaldtaka innan heilbrigðis- og velferðarkerfis, sala ríkiseigna, hrörnun innviða; er mest afgerandi efnahagsaðgerð á þínum líftíma og sú sem hefur haft mest neikvæð áhrif á samfélagið; ekki bara efnahagslífið og kjör almennings heldur á vald í samfélaginu; stjórnmálin, stjórnsýsluna og vægi einstakra hópa innan samfélagsins. Fyrir fólk sem hefur einhvern áhuga á réttlátu samfélagi er mikilvægt að átta sig á að það er tómt mál að stefna að slíku án þess að vinda ofan af eyðileggingu nýfrjálshyggjuáranna fyrst.

https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/skattbyrdin-politisk-vanraeksla?fbclid=IwAR0k-RIfE-myy4SCHSM6e4YWiKLcz6WW5weTSNCQX0D47oUrZNq-AX_nEuQ

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: