- Advertisement -

Vinna mútur gegn útgerð smábáta?

Félagarnir í Hrollaugi, félagi smábátaútgerða á Höfn, spyrja sig margar spurninga eftir að Kveikur sýndi Samherjaþáttinn.

Gefum þeim orðið:

„Ætli hnignun smábátaútgerðar á Íslandi sé afleiðing kerfisbundinnar spillingar hjá stjórnmálafólki þar sem kerfisbundið er unnið að því að koma aflaheimildum á örfáar hendur og á vissa aðila innan sjávarútvegs með kvótasetningu tegunda og lagabreytingum?

Við spyrjum okkur í Hrollaugi þessarar spurninga og höfum gert lengi! Eru öfl innan greinarinnar sem þrýsta á stjórnvöld, kannski með mútum eða öðrum aðferðum til þess að ná sínu fram með það eitt fyrir augum að auka auð örfárra á kostnað alls fjöldans? 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er það kannski sjávarútvegsráðherra og aðrir innan veggja alþingis sem selt hafa sál sína hinu Íslenska djúpríki? Hver veit?

Stunda stjórnmálaflokkar pólitísk skipti á stuðningi við hin og þessi mál innan alþingis til þess að kerfisbundið megi útrýma smábátasjómönnum og auka vægi örfárra innan greinarinnar?

Tölurnar tala sýnu máli, gríðarleg fækkun smábátaútgerða á Íslandi er staðreynd og tækifærunum til útgerðar fækkar jafnt og þétt. Hvers vegna var makríllinn settur í kvóta? Var það til þess að smábatasjómenn gætu notað makríl sem skiptimynt upp í aflamarkskerfið fyrir þorsk eða aðrar tegundir eða til þess að færa útgerðum en meiri gjafakvóta og auð en þeir voru búnir að fá?

Hvers vegna vill sjávarútvegsráðherra kvótasetja grásleppuveiðar þegar flest allir smábátasjómenn og hagsmunasamtök innan greinarinnar eru á móti því og núverandi grásleppuveiðikerfi hefur reynst þjóðinni yfir höfuð mjög vel? Er það til að skapa skort á auðlindum og útrýma tækifærum í smábátaútgerð og færa restina af auðlindinni á örfáar hendur? Af hverju er strandveiðikerfið ekki öflugra en það er? Hver stoppar það að efla það svo um munar svo þjóðin fái almennilegt aðgengi til nýtingar sjávarútvegsauðlindarinnar og þar með almennileg tækifæri til þess að gera hér út smábáta með mannsæmandi hætti eins og t.d. í Noregi og víðar?

Er það kannski sjávarútvegsráðherra og aðrir innan veggja alþingis sem selt hafa sál sína hinu Íslenska djúpríki? Hver veit? Er það nema von að við spyrjum okkur þessara spurninga miðað við það sem við lesum í fréttum!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: