- Advertisement -

XD: Hafna eigin ráðherrum

Úr undirdjúpunum heyrist svo að fylgismenn þess ráðherra…

Átökin innan Sjálfstæðisflokksins eru mikil. Mjög mikil. Styrmir Gunnarsson veit það og skrifar:

„Hið sama má segja um hringingar, sem einhverjir forsvarsmenn hverfafélaga Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu (og vafalaust víðar) hafa verið að fá til þess að kanna möguleika á fundum, þar sem ein skoðun yrði kynnt. Stundum hefur því verið tekið vel. Í öðrum tilvikum hefur slíkum óskum verið hafnað.“

Sem kunnugt er takast á fyrir opnum tjöldum andstæðingar og meðmælendur þriðja orkupakkans. Þingliðið gegn flestum flokksmönnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Styrmir skrifar: „Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með því hvað nýjar kynslóðir í Sjálfstæðisflokknum, sem af einhverjum ástæðum berjast um á hæl og hnakka til þess að sannfæra fólk um nauðsyn þess að samþykkja orkupakka 3, beita til þess gamaldags og gagnsæjum aðferðum.“

Við hvað er átt?

„Síðasta dæmið er sameiginleg grein áttmenninganna í forystu jafnmargra atvinnuvegasamtaka í Morgunblaðinu í gærmorgun og á sama tíma kom Fréttablaðið út með viðtal við tvo aðra einstaklinga úr þeim röðum. Þetta eru vinnubrögð úr fortíðinni.“

Gamaldags?

„Þegar sagt er að þetta séu gamaldags og gagnsæjar aðferðir er átt við að það er liðin tíð að fólk taki alvarlega boðskap úr þeirri átt eða einhliða umræðum. Og þess vegna hafa þær lítil sem engin áhrif önnur en kannski þau að einhverjir hafi skellt upp úr, þegar þeir sáu ofangreindan boðskap í gærmorgun.

Úr undirdjúpunum heyrist svo að fylgismenn þess ráðherra, sem mest hefur mætt á að undanförnu séu orðnir pirraðir á því hvað hann hafi þurft að axla mikla armæðu að undanförnu vegna þessa máls.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: