- Advertisement -

XM: Vilja tiltekt eftir Davíðstímann

Slík kaup hafa í mörgum tilfellum farið fram í gegnum erlend félög og er þá eignarhald óljóst.

„Frá því að ákvæði laga um forkaupsrétt sveitarfélaga var afnumið árið 2004 með setningu nýrra jarðalaga hefur þróunin undanfarin misseri verið með þeim hætti að fjársterkir aðilar, oft erlendir, hafa keypt fjölda jarða með tilheyrandi hlunnindum. Slík kaup hafa í mörgum tilfellum farið fram í gegnum erlend félög og er þá endanlegt eignarhald óljóst sem og fyrirhuguð nýting jarðarinnar. Óánægju hefur gætt með þessa þróun og kallað hefur verið eftir viðbrögðum stjórnvalda hvað þetta varðar,“ segir meðal annars í greinargerð með lagafrumvarpi Miðflokksmanna, sem freista þess að skrúfa fyrir krana sem var opnaður upp á gátt í tíð ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og Halldórs heitins Ásgrímssonar. Afleiðingar ættu að vera flestum ljósar.

„Með frumvarpinu er lagt til að forkaupsréttur sveitarfélaga í jarðalögum verði endurvakinn til að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á eignarhaldi og nýtingu jarða á undanförnum misserum. Markmiðið er að tryggja að sveitarfélögin hafi vitneskju um fyrirhugaða sölu jarða innan sinna vébanda enda má telja að slíkt sé hagur beggja aðila, þ.e. kaupanda jarðar og sveitarfélags, hafi kaupandi t.d. áform um nýtingu sem reynist í andstöðu við hugmyndir og áætlanir sveitarfélags um uppbyggingu á svæðinu,“ segja Miðflokksmennirnir Birgir Þórarinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Páll Jónsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: