- Advertisement -

„Yfir 90 tungumál eru töluð í Reykjanesbæ“

„Við megum ekki höggva fót af hesti sem hefur góðan gang, sem þarf að hlaupa hraðar.“

Halla Hrund Logaadóttir.

„Nú er ljóst að ekki verður af fjárfestingu í verkmenntaskólum landsbyggðarinnar, eins og fjallað hefur verið um hér í vikunni. En málið er gríðarlega alvarlegt, sérstaklega fyrir skóla eins og Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er annar fjölmennasti framhaldsskólinn utan höfuðborgarsvæðisins en þar er unnið gríðarlega metnaðarfullt starf. Skólinn hefur verið útnefndur fyrirmyndarstofnun níu sinnum á síðastliðnum 11 árum og nemendur hafa ítrekað unnið til verðlauna,“ sagði Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokki á Alþingi fyrir skemmstu.

„Virðulegi forseti. Með því að fresta fjármagni hér þá er verið að vega að skóla á einu af tekjulægstu svæðum landsins, því svæði sem hefur vaxið hvað hraðast utan höfuðborgarsvæðisins, svæði sem er með hæst hlutfall erlendra íbúa, en yfir 90 tungumál eru töluð í Reykjanesbæ, svæði sem hefur lægra menntunarstig en annars staðar. Færa má rök fyrir því að í ljósi þessa sé akkúrat þessi fjölbrautaskóli mikilvægasti menntaskóli landsins því að menntun dregur fólk saman, hún eflir færni, hún eflir íslensku og hún er líka nauðsynleg fyrir Suðurnesin þar sem eru gríðarleg tækifæri í atvinnuþróun í orku-, ferðamálum og öðru. Menntun verður að fylgja með þegar við erum að horfa á framtíð þessa svæðis. Það er mikilvægt fyrir okkur öll.

Virðulegi forseti. Við megum ekki höggva fót af hesti sem hefur góðan gang, sem þarf að hlaupa hraðar. Við þurfum heldur að verðlauna Fjölbrautaskóla Suðurnesja og skilja hlutverk hans í miklu breiðara samhengi fyrir svæðið allt og fyrir Ísland.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: