- Advertisement -

„Dellumakarí“ á dagskrá Alþingis

„Tillagan kemur frá fólki sem telur dugnað vera úrelt fyrirbæri og tækniþróunin leiði til þess að aðeins örfáir þurfi að vinna.“

„Mikið af alls konar dellumakeríi kemst á dagskrá þingsins stuttu fyrir þinglok vegna hótana um málþóf ella. Gott dæmi um það er þingsályktunartillaga um borgaralaun, sem mun þýða skilyrðislausa grunnframfærslu fyrir alla án nokkurs endurgjalds. Tillagan kemur frá fólki sem telur dugnað vera úrelt fyrirbæri og tækniþróunin leiði til þess að aðeins örfáir þurfi að vinna.,“ skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Þótt letilíf eigi ágætlega við mig hef ég engan áhuga á því að aðrir borgi undir það fyrir mig. Svo er tækniþróun ekki nýtt fyrirbæri og þótt hún leiði til færri starfa á einstökum sviðum býr hún til ný störf á öðrum. Þetta vita allir sem hafa aðeins gluggað í hagsöguna,“ bætir hann við.

Ónot þingmanna Sjálfstæðisflokksins í garð Pírata eru nokkur og hafa aukist eftir að Píratar hafa lagt fram fyrirspurnir þar sem svörin hafa komið óþægilega við suma þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Að auki hefur Halldóra Mogensen kvartað formlega til forsætisnefndar vegna starfa Brynjars sem eins af varaforsetum þingsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: