- Advertisement -

„Hugsið ykkur þessa sjúku ósvífni“

Sólveig Anna Jónsdóttirm, formaður Eflingar, bregst við leiðara Fréttablaðsins, leiðara sem Hörður Ægisson, einn af ritstjórum blaðsins, skrifar.

Leiðarahöfundur Fréttablaðsins opinberar enn á ný dogmatískan nýfrjálshyggju-brútalismann sem hann aðhyllist. Enda á nú að leggja nótt við nýtan dag í baráttunni gegn því að almenningur fái útlhlutað á réttlátan máta af gæðum samfélagsins.

Vegna þess að mörg félög kapítalistanna eru „í reynd nánast eigendalaus“ þurfa lífeyrissjóðirnir „að gera það upp við sig hvort þeir ætli að leggja sitt af mörkum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar, sem hljóta að felast meðal annars í sársaukafullum hagræðingaraðgerðum hjá ýmsum fyrirtækjum, eða eftirláta það verkefni öðrum fjárfestum.“

Hugsið ykkur þessa sjúku ósvífni:
Lífeyrissjóðirnir, sameigin launafólks, trygging okkar fyrir því að komast af á efri árum, eiga sem viðbragð við samdrætti samstundis að fara í að reka fólk, svipta það atvinnu. Þessu er bara slengt fram, í leiðara útbreiddasta blað landsins, eins og ekkert sé. Bláköld árás á vinnandi fólk.
Áróðursmaskína nýfrjálshyggjunnar opinberar á hverjum degi skeytingarleysi sitt gagnvart almenningi og við sjáum svart á hvítu að þrátt fyrir allt sem á undan hefur farið, alla brjálsemina sem það hefur fært okkur að vera bundin á klafa þessa sjúka kerfis er þetta fólk algjörlega forhert.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hagræðingaraðgerðir eru sannarlega nauðsynlegar, en að þessu sinni verðum það við sem hagræðum til þess að minnka auðvaldsbyrðina í eigin lífi.

Hér má lesa leiðara Harðar.

 


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: