- Advertisement -

Mögnuð fjölgun ferðamanna til landsins

Ferðaþjónusta Um 91 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í maí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 24.300 fleiri en í maí á síðasta ári. Aukningin nemur 36,4% milli ára. Ekki er annað að sjá þetta sé langtum meira en allar áætlanir gerðu ráð fyrir.

Aukning hefur verið milli ára alla mánuði frá áramótum eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars og 20,9% í apríl.

Tæplega þrír af hverjum fjórum ferðamönnum í maí árið 2015 voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 22,3% af heildarfjölda en næstir komu Bretar en þeir mældust 11,8% af heildarfjölda. Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar (7,4%), Norðmenn (6,5%), Svíar (5,7%), Frakkar (5,1%), Kanadamenn (4,9%), Danir (4,4%), Hollendingar (2,8%) og Pólverjar (2,7%).

Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Þjóðverjum og Kínverjum mest milli ára í maí en 8.772 fleiri Bandaríkjamenn komu í maí í ár en í fyrra, 2.437 fleiri Bretar, 1.949 fleiri Þjóðverjar og 1.048 fleiri Kínverjar. Þessar fjórar þjóðir báru uppi um 58% aukningu ferðamanna í maí.

Sjá nánar hér.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: