- Advertisement -

Reginn hreykir sér af samdrættinum

Frumskógarlögmálið er að verða allsráðandi. Eftirlit ræður ekki við ástandið.

Merki eru um að heldur hafi dregið úr komu ferðamanna til Íslands. En hvers vegna? Leigufélagið Reginn eignar sér samdráttinn. Sumir kunna að sakna vaxtarins, en Reginn veit betur. Þar segja menn, staðarnem einn, tveir.

„Við hjá Regin teljum jákvætt að ferðaþjónustan vaxi ekki áfram eins hratt og hún hefur gert. Það er gott að það hægi á greininni, innviðir okkar lands ráða ekki við svo mikla þenslu. Nú fáum við tækifæri til að bæta innviði, gæði þjónustu og styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja. Við megum ekki gleyma því að hingað kemur gríðarlegur fjöldi ferðamanna. Árlegur vöxtur upp á 5-10% vegur því þungt.“

Þetta er haft eftir forstjóranum Helga S. Gunnarssyni í Mogga dagsins. Aðferð Regins var sú að hækka leiguverð upp úr öllu valdi, einkum þar sem veitingastaðir eru til húsa. Með himinháu leiguverði urðu rekendur veitingastaðanna að grípa til þess að hækka verð og kynda þannig undir okrið.

Eða þá að fara hina leiðina. „„Undanfarin ár hefur verið áskorun að manna staðina. Það tekur fjögur ár að mennta mannskapinn í matreiðslunni og þrjú ár í framreiðslunni. Sú fjölgun útskrifaðra nemenda dugir ekki til því þróunin er svo hröð. Þetta er orðinn svolítill frumskógur. Frumskógarlögmálið er látið ráða í miðbænum. Það er vísvitandi svínað á fólki. Það er mikið álag og mikil keyrsla,“ sagði Níels Olgeirsson, fyrrverandi formaður Matvís.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Við höfum haft í nógu að snúast við að leita réttar okkar félagsmanna. Menn fara út fyrir öll velsæmismörk í að túlka kjarasamningana og losa sig undan ýmsum þáttum sem eru í kjarasamningum. Þetta komast menn upp með í krafti þess að það er verið að ráða marga útlendinga. Þeir þekkja síður sína stöðu. Svo er verið að setja þá í röng stéttarfélög. Við önnum ekki vinnustaðaeftirlitinu. Við náum ekki utan um það. Þetta er orðið svo mikið,“ sagði Níels.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: