- Advertisement -

200 milljarðar á þremur árum

Mikið hefur verið fjárfest í ferðaþjónustu á síðustu árum, margfalt meiri en á árunum á undan. Í fyrra var fjárfest fyrir 74 milljarða, áttatíu milljarða árið 2016 og 63 milljarða árið 2015.

Þetta er fjárfesting í flugvöllum, flugsamgöngum, hótel og veitingarekstri, flutningaþjónustu, starfsemi ferðaskrifstofa og flutningamiðlun. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbanka Íslands.

Þar segir einnig að árið 2017 hafi verið þriðja árið í röð þar sem samanlögð fjárfesting ferðaþjónustufyrirtækja mældist langt umfram meðalfjárfestingu allt frá árinu 1990.

Á árabilinu 1990-2014 nam meðalfjárfesting í þessum geirum 21 milljarði.  Meðalfjárfesting áranna 2015-2017 var hins vegar 72  milljarðar eða 3,5-falt meiri en meðalfjárfesting áranna 1990-2014 á föstu verðlagi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Segja má að allir þessir fjórir flokkar hafi gengið í gegnum mikið fjárfestingartímabil á síðustu árum. Miklar fjárfestingar þurfa ekki að koma á óvart í ljósi þessa mikla vaxtar sem verið hefur í íslenskri ferðaþjónustu á síðustu árum.“

Bent er á að útflutningsverðmæti ferðaþjónustunnar hefur farið úr 156  milljörðum árið 2009 og upp í 504 milljarða árið 2017 sem er ríflega þreföldun. Útflutningur ferðaþjónustu nam 19,6% af heildarútflutningi landsins árið 2009 en var komið upp í 42% árið 2017 sem gerir greinina að langstærstu útflutningsatvinnugrein landsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: