- Advertisement -

Þórir vill verða formaður

Þórir Garðarsson.

Nú þegar Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur skv. Frétt Túrista, ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri, hefur varaformaður SA, Þórir Garðarsson tilkynnt um framboð til formanns.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, lætur af störfum og flyst í starf með Grími hjá Bláa lóninu.

„Í störfum mínum fyrir samtökin hef ég fengið hvatningu og þakklæti frá félagsmönnum fyrir mín störf. Því kom mér ekki á óvart að margir félagsmenn hafa haft samband í framhaldi af tilkynningu Gríms og hvatt mig til að gefa kost á mér sem næsti formaður Samtaka ferðaþjónustunnar,“ skrifar Þórir á Facebook fyrir skömmu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: