- Advertisement -

Fjölmennt á Akureyri

Margt er um manninn á Akureyri. Erfitt er að fá borð á veitingastöðum, sem rúma eðlilega færri sökum takmarkanna vegna Covid. Starfsmaður á hóteli sagði, í samtali, að þar hefði verið fullbókað í nánast allt sumar.

Sama verður út þennan mánuð. Óvissa er enn með september.

Veðrið hefur verið mjög gott á Akureyri og ferðafólk, Íslendingar sem útlendingar, eru mög sýnileg á götu bæjarins. Myndin er dæmigerð fyrir margmennið á afgreiðslu hótela.                                                                  


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: