- Advertisement -

Þessir helvítis ferðamenn

„Þetta er túrisminn á Íslandi í hnotskurn. Við vorum ekki reiðubúin því að fá þennan gríðarlega fjölda til okkar.“ Þetta er bein tilvitnun í frétt á Vísi, þar sem rætt er voð Guðríði Helgadóttur, staðarhaldari Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi, um náttúruperluna Reykjadal norðan við Hveragerði, sem nú hefur verið lokað sökum þess að gönguleiðir eru illærar sökum bleytu og eðju.

Tvítug með kærastanum

„Þegar ég var tvítug fór ég með kærastanum mínum í sund í læknum. Þetta var seint í maí og þar vorum við alein. Fyrir fjórum árum fórum við þarna með nokkra kennara og við þurftum að olnboga okkur leið ofan í lækinn. Sá fjöldi sem fer þarna um hefur bara vaxið síðan þá,“ segir Guðríður á Vísi.

Fyrir fáum dögum var frétt um að erlendir ferðamenn hafi lagt bílum sínum í vegkant og farið út úr þeim til að dást að norðurljósunum. Íslendingum sem að komu fannst þetta háttarlag ferðafólksins alveg gaggalagú.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvað kom á óvart?

Fréttir segja hins vegar allt um okkur og ekkert um ferðafólkið. Ekki eitt einasta otrð.

Það vissu allir að jarðvegurinn í Reykjadal yrði viðkvæmur með vorinu. Samt var ekkert gert, alltof lítið hið minnsta. Því fór sem sem fór. Andvaraleysi okkar er hreint ótrúlegt.

Við sem höfum ferðast akandi í öðrum löndum vitum að þar eru víða pallar og bílaplön svo við getum lagt bílum og skoðað það sem markverðast er. Þar eru upplýsingar veittar hversu langt er í næsta stað þar sem hægt er að leggja bíl og svo framvegis. Ekki hér á landi. Hér er til siðs að bölsóttast út í ferðafólkið. Fólk sem kemur hingað með opnum hug og við vitum hvað það sækir í.

Sjáið sjómennina

Í stað þess að bregaðst við í tíma má lesa svona. „Guðríður og fleiri óskuðu eftir því á miðvikudaginn síðastliðinn að Umhverfisstofnun lokaði ákveðnum svæðum í Reykjadal en stofnunin varð við því gær.“

Er þetta lausnin? Nei, tökum sjómennina til fyrirmyndar. Þeir gera sjóklárt áður en þeir leggja úr höfn. Gerum klárt fyrir ferðamennina áður en við lendum í hafvillum. Ferðaþjónustan er okkar mikilvægasti atvinnuvegur og sýnum henni virðingu og ekki síst fólkinu sem hingað kemur.

-sme

 

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: