- Advertisement -

Svindlarar herja á ferðaþjónustu

Ferðaþjónusta Samtök ferðaþjónustunnar beina því til félagsmanna sinna að skrá sig ekki hjá EU Business Service ef þessir aðilar hafa samband, en ljóst er að þessir aðilar hafa óhreint mjöl í pokahorninu. Undanfarin ár hafa skotið upp kollinum fyrirbæri sem kalla sig EU Business Register, European Company Directory eða European City Guide. Allt bendir til þess að um sömu aðila sé að ræða. Þetta segir í fréttabréfi samtakanna.

Í tölvupóstum frá EU Business Service kemur fram að vilji fyrirtækjaeigendur að fyrirtækis þeirra sé getið í fyrirtækjaskránni þeirra (EU Business Register) fyrir næsta ár þurfi þeir að fylla út eyðublað sem fylgir með. Við fyrstu sýn virðist vera um meinlaust fyrirbæri að ræða, en svo er alls ekki.

Við ráðleggjum fólki að skrá sig alls ekki hjá fyrirtækinu og því síður að greiða reikninga frá þeim. Þá er mikilvægt er að brýna fyrir sumarstarfsfólki að svara engum svona fyrirspurnum, hvorki frá EU Business Service eða keimlíkum fyrirbærum.
SAF benda þeim sem hugsanlega hafa svarað svona tölvupóstum og skráð nafn fyrirtækis síns að hafa samband og leita aðstoðar skrifstofunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: