- Advertisement -

VR samþykkti verkfall

Vinnudeilur Verkfallsboðun á félagssvæði VR var samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádegi í dag, þriðjudaginn 19. maí. Kosið var um verkfall meðal félagsmanna sem starfa í fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins annars vegar og innan Félags atvinnurekenda hins vegar. Atkvæðagreiðslan var rafræn og hófst að morgni 12. maí síðastliðinn.

Heildarniðurstöður eru sem hér segir: 

  • SA : Alls sögðu 3.830 já við boðun verkfalls eða 58% en 2.624 sögðu nei eða 39,7%. Auð atkvæði voru 154 eða 2,3%. Kosningaþátttaka var 25,2%, á kjörskrá voru 26.225.
  • FA : Alls sögðu 139 já við boðun verkfalls eða 57,4% en 96 sögðu nei eða 39,7%. Auð atkvæði voru 7 eða 2,9%. Kosningaþátttaka var 29,8%, á kjörskrá voru 813.

Undirbúningur verkfallsaðgerða heldur því áfram en fyrirhugað er að þær hefjist með 2ja daga verkfalli starfsmanna í hópbifreiðafyrirtækjum þann 28. maí. Tveggja daga verkföll í fleiri starfsgreinum fylgja svo í kjölfarið en þann 6. júní hefst ótímabundið allsherjarverkfall.

 

 

http://www.vr.is/?pageid=36521d07-fb33-11e1-bda0-005056b14d34


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: