- Advertisement -

120 flóttamenn settir í gamalt elliheimili

„…lýst þungum áhyggjum af einhliða áformum Vinnumálastofnunar um að taka á leigu húsnæði í Garði til að hýsa stóran hóp af umsækjendum um alþjóðlega vernd.“

Ásmundur Friðriksson.

„Þrátt fyrir áhyggjur og ábendingar bæjarstjórnar í Suðurnesjabæ um að sveitarfélagið sé ekki í stakk búið til að taka á móti fjölda hælisleitenda þá verða flutt þangað 120 manns næstu daga. Ekkert samráð hefur verið haft við bæjaryfirvöld vegna fjölda hælisleitenda, fjölda barna sem þurfa á skólavist að halda eða aðra þjónustu sem fylgir því að fá 120 nýbúa í bæinn,“ sagði Ásmundur Friðriksson á Alþingi.

….að íbúar búi við lakari þjónustu.

„Suðurnesjabær annast það verkefni að veita fylgdarlausum börnum skjól og þjónustu og það eitt og sér er mikil áskorun fyrir innviði og þjónustu Suðurnesjabæjar, sérstaklega fyrir félagsþjónustu og barnavernd. Í bókun bæjarráðs Suðurnesjabæjar er lýst þungum áhyggjum af einhliða áformum Vinnumálastofnunar um að taka á leigu húsnæði í Garði til að hýsa stóran hóp af umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæjarráð lýsir einnig áhyggjum af því að innviðir sveitarfélagsins og sú þjónusta sem sveitarfélagið heldur úti fyrir íbúana muni ekki standa undir því að fá þann fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd til búsetu í sveitarfélaginu sem áform eru uppi um samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum. Bæjarráð bendir á að ríkið gæti þess að ganga ekki fram með þeim hætti að íþyngja innviðum og þjónustu sveitarfélagsins þannig að illa verði við ráðið og það leiði til lakari þjónustu við íbúa sveitarfélagsins,“ sagði Ásmundur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sveitarfélagið kallar eftir því að hælisleitendur verði ekki til þess að íbúar búi við lakari þjónustu. Þrátt fyrir þessar óskir bæjarráðs Suðurnesjabæjar og áhyggjur af minnkandi þjónustu við íbúa bæjarins hefur Vinnumálastofnun leigt gamalt elliheimili sem hýsti áður 30 íbúa en á að hýsa 120 umsækjendur. Í Garði búa rúmlega 2.000 manns. Það er sambærilegt og það væri verið að flytja 12.000 hælisleitendur í miðbæ Reykjavíkur ef við notum höfðatöluregluna sem Íslendingar gera svo oft. Á Suðurnesjum eru einnig 100 manns sem búa í ófullkomnu húsnæði, í ólöglegri búsetu við Klettaröð í Reykjanesbæ. Það er komið í algert óefni, virðulegi forseti. Fjöldi hælisleitenda á Suðurnesjum er orðinn allt of mikill.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: