- Advertisement -

27 ára „brotaferill“

„Nú er ég í djúpum skít. Virðist hafa eignað mér foreldrafélag Ægisborgar þegar dæturnar hófu þar dvöl sína fyrir 27 árum og ekki sleppt höndinni af því síðan. Nú hótar ríkisskattstjóri mér háum sektum ef ég gengst ekki formlega við eignarhaldinu,“ skrifar Ólafur Hauksson og Jón Örn Marinósson bætir við:

„Ég skil ekki í öðru en að skattyfirvöld og þá Alþingi, ef með þarf, lagfæri þessa endemis kerfisvitleysu. Eru menn ekki með öllum mjalla að láta það fara í gegn að tölvurnar séu að eltast við foreldrafélög í leikskólum þegar tilgangurinn að mér skilst var ævinlega sá að atast í fjárglæframönnum og spekúlöntum í félagafrumskógi fjármálaheimsins?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: