- Advertisement -

Meðal mikilvægustu kjarasamninga í sögu lýðveldisins

Vilhjálmur Birgisson:

Ég tek undir með því sem Ólafur Þ. Harðarson doktor í stjórnmálafræði sagði í kvöldfréttum í gær en þar sagði hann „að nú sé verið að vinna að einhverjum mikilvægustu kjarasamningum í sögu lýðveldisins.“

Vinnumarkaður: Þetta eru frábær tíðindi og skilaboð sem bæjarstjórn Hveragerðarbæjar hefur samþykkt en bæjarstjórn tilkynnti að gjaldskrá Hveragerðisbæjar mun hækka um 2,5%, ekki um 8% sem væri í takti við verðlagsþróun síðastliðinna tólf mánaða.

„Þannig vill Hveragerðisbær standa vörð um þá þjóðarsátt sem kallað er eftir í þjóðfélaginu og að sína samfélagslega ábyrgð,“ segir í tilkynningunni.

Nú skora ég á öll sveitafélög að fylgja fordæmi bæjarstjórnar Hveragerðarbæjar og afgreiða í sínum bæjarstjórnum að gjaldskrár muni ekki hækka um meira en 2,5%

Ég tek undir með því sem Ólafur Þ. Harðarson doktor í stjórnmálafræði sagði í kvöldfréttum í gær en þar sagði hann „að nú sé verið að vinna að einhverjum mikilvægustu kjarasamningum í sögu lýðveldisins.“

Aðkoma ríkis og sveitarfélaga skiptir gríðarlega miklu máli til að þau markmið sem við viljum ná fram takist. Markmið sem lýtur að því að ná verðbólgu niður og vöxtum ásamt því að lagfæra tilfærslukerfin.

Ég vil þakka bæjarstjórn Hveragerðarbæjar kærlega fyrir að hafa fyrst allra sveitarfélaga afgreitt í sinni bæjarstjórn að gjaldskrár hækki um 2,5% í stað 8% til að styðja við þjóðarsáttarsamning.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: