- Advertisement -

„Áfram Efling, alla leið!“

Við í Eflingu höfnum stéttafyrirlitningunni sem að kerfið byggir á. Við erum stolt, sjálfsörugg.

Sólveig Anna Jónsdóttir.

Sólvegi Anna Jónsdótrir skrifar:

Ástæðan fyrir því að við í Eflingu höfum náð árangri er sú að við stöndum saman. Við höfum staðið saman í að losa okkur undan oki þess sinnuleysis sem nýfrjálshyggjan hefur lagt líkt og álög á vinnuaflið, og komist að því að möguleikarnir á því að ná árangri eru raunverulegir.

Við stöndum saman í að segja hvort öðru að við séum mikilvæg. Við stöndum saman í að bjóða hvort annað velkomið. Við stöndum saman í að sýna hvort öðru virðingu. Við stöndum saman í að gefa hvort öðru tækifæri til að móta áherslur og setja markmið. Við stöndum saman í öllu sem við gerum og með samstöðunni höfum við skipt út biturð fyrir baráttu. Skipt út sinnuleysi fyrir stéttabaráttu.

Á hjúkrunarheimilunum starfa um það bil 2.300 Eflingar-meðlimir. 82,5% þeirra eru konur.

Í gær funduðum við í samninganefnd Eflingar við hjúkrunarheimilin til að fara yfir stöðuna í viðræðunum og ákveðja hver næstu skref hjá okkur eiga að vera. Við komumst að þeirri niðurstöðu að fundurinn í deilunni sem að haldinn verður á mánudaginn hjá ríkissáttasemjara er í raun úrslitafundur. Þar mun koma í ljós hvort að viðræður geta haldið áfram eða hvort að Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu ætla ekki að koma til móts við kröfu okkur um lausn verði fundin á þeirri undirmönnun og því ofurálagi sem ríkir á hjúkrunarheimilunum. Ástandi sem gerir vinnuaðstæður Eflingar-félaga oft á tíðum óbærilegar og sem augljóslega hefur mjög slæm áhrif á daglegt líf gamla fólksins, samborgara okkar, þeirra sem byggðu upp samfélagið og dvelja nú á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins.

Ef að niðurstaða fundarins á mánudaginn er sú að ekkert eigi að gera til að bæta skammarlegt og ólíðandi ástand erum við í samninganefnd Eflingr tilbúin til að taka næsta skref. Það höfum við gert áður og þannig höfum við náð árangri. Á hjúkrunarheimilunum starfa um það bil 2.300 Eflingar-meðlimir. 82,5% þeirra eru konur. Þetta fólk er algjörlega ómissandi starfsfólk. Þau hafa á síðustu árum verið látin axla síaukna ábyrgð, m.a. vegna þess að sífellt færri faglærðir einstaklingar starfa á þessum stofnunum. Þetta er nákvæmlega sama mynstur og við sjáum á leikskólum höfuðborgarsvæðisins. Um að ræða þjónustu við manneskjur sem samfélagið er skuldbundið til að veita og kerfið hefur ákveðið að setja því sem næst alla ábyrgðina á hendur Eflingarfólks, sem er látið hlaupa sífellt hraðar og hraðar. Á fáum stöðum er stéttaandúð kerfisins jafn áberandi og þegar við skoðum aðstæður og launakjör ófaglærðs vinnuafls í umönnunargeiranum.

Við í Eflingu höfnum stéttafyrirlitningunni sem að kerfið byggir á. Við erum stolt, sjálfsörugg. Við vitum að við erum algjörlega ómissandi. Við vitum hvernig við náum árangri. Það gerum við með því að standa saman í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Það gerum við með því að viðurkenna að enginn færir okkur neitt, enginn berst fyrir okkur. Við þurfum sjálf að bæta eigin kjör og aðstæður, eins og verkafólk allstaðar hefur ávallt þurft að gera. Og við erum tilbúin í þá baráttu, við hverja sem er, hvar og hvenær sem er.

Áfram Efling, alla leið!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: